„Stund sem við munum aldrei gleyma“
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir
17.09.2023
kl. 14.02
„Ég átti klárlega von á vel gíruðu Tindastólsliði í leiknum. Vikan fram að leik var búin að gefa mjög góð fyrirheit og við fundum það á öllum hópnum að þær voru heldur betur harðákveðnar í að klára dæmið af krafti. Síðan svo sem fór það fram úr okkar draumum og leikmennirnir sem og stuðningsmenn gerðu þetta að stund sem við munum aldrei gleyma,“ segir Donni Sigurðsson, þjálfari kvennaliðs Tindastóls, sem bauð upp á eftirminnilega veislu á Sauðárkróksvelli í gær en liðið gjörsigraði lið ÍBV í leik þar sem áframhaldandi sæti í Bestu deildinni var í húfi.
Meira
