Verkefni Háskólans á Hólum hljóta næst hæstu úthlutunina úr Samstarfssjóði háskólanna
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
12.01.2023
kl. 15.36
Í haust tilkynnti Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, um að settur yrði á laggir tveggja milljarða króna sjóð sem ætlað er að ýta undir öflugt samstarf allra háskóla á Íslandi. Sjóðinum yrði úthlutað í tveimur umferðum með einum milljarði í hvorri umferð. Alls bárust 48 umsóknir í sjóðinn fyrir 2.858 m.kr. í fyrri umferðinni og áttu allir sjö háskólarnir á Íslandi umsóknir í sjóðnum. Háskólinn á Hólum sendi inn sex umsóknir og var samstarfsaðili í öðrum ellefu umsóknum.
Meira