Skagafjörður

Katrín Sif vill leiða Pírata í Norðvesturkjördæmi

Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, fyrrverandi formaður kjaranefndar Ljósmæðrafélags Íslands, vill leiða Pírata í Norðvesturkjördæmi. Katrín Sif er fjörtíu og fimm ára hjúkrunarfræðingur og ljósmóðir gift Aðalsteini Ingólfssyni og samtals eiga þau átta börn. Sem stendur starfar hún sem ljósmóðir í mæðravernd og sinnir heimafæðingaþjónustu. Katrín Sif var formaður kjaranefndar Ljósmæðrafélags Íslands og sat í stjórn félagsins á árunum 2017-2019 og leiddi á þeim tíma mjög harða kjarabaráttu þar sem áhersla var lögð á að allt skyldi vera uppi á borðum, á gagnsætt ferli með sanngirni og réttlæti að leiðarljósi.
Meira

ÍSLENSK KJÖTSÚPA, JÁ TAKK!

Norðvesturkjördæmi spannar stórt landsvæði með fjölbreytt landslag, fallega náttúru, mikla möguleika og áskoranir. Kjördæmið býður upp á margbreytileg atvinnutækifæri og sóknarfærin eru mörg. Í þessari yfirferð langar mig aðeins að tala um landbúnað, sem er ein af grunnstoðum atvinnulífs og byggðar í kjördæminu.
Meira

Skaflasteik og eftirréttur óbyggðanna

„Við þökkum fyrir áskorunina frá Steinunni og Sigga. Stefán hefur í gegnum tíðina ferðast mikið á fjöllum og er uppáhaldsmaturinn hans svokölluð skaflasteik. Það er því kærkomið að segja ykkur frá því hvernig slík steik er matreidd en hana má grilla jafnt í holu í jörðinni sem og í holu sem grafin er í skafl. Eftirrétturinn er svo réttur sem varð til úr afgöngum í hálendisgæslu Skagfirðingasveitar sumarið 2015 en við erum bæði virkir félagar í björgunarsveitinni,“ sögðu þau Hafdís Einarsdóttir, kennari við Árskóla, og Stefán Valur Jónsson, starfsmaður Steypustöðvarinnar á Sauðárkróki sem voru matgæðingar Feykis í 44. tbl. ársins 2018.
Meira

Rannveig Sigrún söng til sigurs

Óhætt er að segja að áhorfendur hafi skemmt sér vel á skemmtilegri Söngkeppni NFNV sem haldin var á sal skólans í gærkvöldi. Keppendur voru tólf og fluttu þeir tíu ansi ólík lög. Keppninni var streymt beint en vegna tæknilegra örðugleika tafðist keppnin um 30 mínútur. Það var Rannveig Sigrún Stefánsdóttir sem stóð að lokum uppi sem sigurvegari.
Meira

Prjónuð póstkort hjá Textílmiðstöð Íslands

Við hitum upp fyrir Prjónagleðina 2021 með því að bjóða upp á spennandi prjónanámskeið með Deborah Gray á netinu. Langar þig að prófa eitthvað nýtt í prjóni, stíga aðeins útfyrir boxið og láta reyna á hugmyndaflugið? Hvernig líst þér á að læra að hanna og prjóna þín eigin póstkort? Þú gætir jafnvel eignast prjónapennavin sem þú skiptist á fallega útprjónuðum póstkortum við.
Meira

Rjómalagaður kjúklingaréttur, eplapæ og hollt nammi

Matgæðingar í 43. tbl Feykis árið 2018 voru þau Linda Björk Ævarsdóttir og Kristján Steinar Kristjánsson á Steinnýjarstöðum í Skagabyggð. „Við eigum fjögur börn á aldrinum 16-27 ára. Erum með hefðbundinn búskap, aðalega mjólkurkýr, en eigum líka nokkrar kindur og hesta. Einnig er ég lærður ZUMBA danskennari,“ sagði Linda Björk en þau hjón gáfu okkur þrjár spennandi uppskriftir. „Kjúklingarétturinn er frá móður minni, Rögnu, og mikið vinsæll á okkar heimili, á eftir lambalærinu.“
Meira

Keypti sér Arrival strax daginn eftir níu ára afmælið / KRISTJANA STEFÁNS

Á síðustu tíu árum hafa vel á annað hundrað manns tjáð lesendum Feykis frá tón-lyst sinni. Þeir sem svara eru að sjálfsögðu eitthvað viðriðnir tónlist, ýmist að atvinnu eða áhuga, en eina prinsippið er að viðfangsefnin þurfa að hafa einhverja tengingu við Norðurland vestra. Þegar umsjónarmaður Tón-lystarinnar fór á frábæra tónleika með Svavari Knúti og Kristjönu Stefáns í Gránu sl. sumar barst honum til eyrna að Kristjana væri ættuð úr Fljótunum. Það var því ekki annað í stöðunni en að reyna að plata hana til að fræða lesendur um tón-lyst hennar.
Meira

Baldur ánægður með leik Tindastóls í gær

Tindastóll sýndi góðan leik er Israel Martin mætti með lærisveina sína í Haukum á sinn gamla heimavöll, Síkið á Sauðárkróki, í gær. Stólar mættu vel gíraðir og tilbúnir í leikinn og létu forystuna aldrei af hendi allt frá upphafi til enda leiksins. Lokatölur 86 – 73. Nikolas Tomsick átti fínan leik í gær og hóf stigaskor Stóla um mínútu eftir að ágætir dómarar blésu til leiks. Um miðjan fyrsta leikhluta höfðu heimamenn bætt við tólf stigum en Haukar aðeins gert tvö og staðan 14:2.
Meira

KS styrkir kirkjurnar í Skagafirði

Síðustu misseri hefur staðið yfir söfnun fyrir nýjum líkbíl í Skagafirði, eins og komið hefur fram í fjölmiðlum. Frumkvöðlar söfnunarinnar eru félagar í Kiwanisklúbbnum Drangey sem lögðu fyrstir framlag til kaupanna í desember 2019.
Meira

Mannbjörg varð er grafa fór á hliðina við stíflu Gönguskarðsárvirkjunar

Betur fór en á horfðist þegar beltagrafa fór á hliðina við miðlunarlón Gönguskarðsárvirkjunar í gær en verið var að fjarlægja klakabrynju við affall stíflunnar. Mikil hætta skapaðist þar sem stýrishús gröfunnar fór á kaf en með snarræði viðstaddra tókst að bjarga manninum úr þeim háska.
Meira