Katrín Sif vill leiða Pírata í Norðvesturkjördæmi
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
08.02.2021
kl. 08.55
Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, fyrrverandi formaður kjaranefndar Ljósmæðrafélags Íslands, vill leiða Pírata í Norðvesturkjördæmi. Katrín Sif er fjörtíu og fimm ára hjúkrunarfræðingur og ljósmóðir gift Aðalsteini Ingólfssyni og samtals eiga þau átta börn. Sem stendur starfar hún sem ljósmóðir í mæðravernd og sinnir heimafæðingaþjónustu. Katrín Sif var formaður kjaranefndar Ljósmæðrafélags Íslands og sat í stjórn félagsins á árunum 2017-2019 og leiddi á þeim tíma mjög harða kjarabaráttu þar sem áhersla var lögð á að allt skyldi vera uppi á borðum, á gagnsætt ferli með sanngirni og réttlæti að leiðarljósi.
Meira