feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
31.03.2021
kl. 16.08
Staðnám getur hafist að nýju á öllum skólastigum eftir páskafrí með ákveðnum takmörkunum, í samræmi við tillögur sóttvarnalæknis. Á vef stjórnarráðsins kemur fram að reglugerð heilbrigðisráðherra um takmörkun á skólastarfi, sem birt var í dag, hafi verið unnin í samráði við mennta- og menningarmálaráðuneytið og taki í meginatriðum mið af appelsínugulum lit í litakóða viðvörunarkerfis fyrir skólastarf sem kynnt var að loknu umfangsmiklu samráði við skólasamfélagið fyrr í vetur, nema hvað íþróttir barna á leik- og grunnskólaaldri utan skóla eru óheimilar. Gildistími reglugerðarinnar er frá 1. apríl til og með 15. apríl.
Meira