Bíll smáframleiðenda verður á ferðinni í vikunni

Smáframleiðendur á Norðurlandi vestra eru komnir á ferðina á ný á með sölubílinn sinn góða en í dag verður boðið upp á ýmislegt góðgæti á Skagaströnd við Vörusmiðju BioPol milli klukkan 11 og 13. Seinni partinn verður svo farið á Blönduós og selt við B&S Restaurant frá klukkan 15 - 17.

Áfram verður haldið út vikuna en bíllinn mun fara um allt Norðurland vestra. Á morgun 3. mars eru það Fljótin þar sem stoppað verður milli 15 og 17 við Ketilás.

Á fimmtudag er komið að vestursvæðinu en þá verður bíllinn staðsettur á Borðeyri við Riishús frá klukka 11 til 13 og svo seinna um daginn við Sjávarborg á Hvammstanga kl. 15 - 17.

Sauðárkrókur verður heimsóttur á föstudag og verður bíllinn staðsettur við KK restaurant milli 11 og 13. og svo verður brunað í Bjórsetur Íslands heim að Hólum. Þar mun bíllin staldra við frá klukkan 15 - 17.

Laugardaginn 6. mars er svo komið að Hofsós þar sem bíllin mun verða við Suðurbraut milli klukkan 11 og 13 og svo endar rúnturinn í Varmahlíð klukkan 15 þar sem bílstjóri bílsins þjónustar til klukkan 17 við Alþýðulist.

Páskaferðirnar verða farnar 23.-27. mars og svo verður keyrt í hverjum mánuði út árið.  Hægt er að fylgjast með áætlunarferðum inn á heimasíðu vörusmiðjunar vorumsidjan.is og einnig hægt að skrá símanúmerið sitt til að fá áminningu um hvenær bílinn er á ferðinni á sínu svæði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir