BODY MOVES / DNCE
Það styttist í janúarmánuði og veðrið minnir allt eins á sumarið en veturinn. Það er því upplagt að gera gott sumarpartí og því er lagið að þessu sinni Body Moves með gleðisveitinni bandarisku, DNCE. Það held ég nú!
Fleiri fréttir
-
Engir drónar og engin verkföll að trufla Tindastólsmenn
Eins og Feykir sagði frá í morgun þá fóru Stólarnir halloka í Evrópuleik sínum í Tékklandi í gær og töpuðu með 28 stiga mun. Fátt gekk upp og Skagfirðingarnir ekki sólarmegin í lífinu þennan mánudaginn. Feykir spurði Pétur fyrirliða Birgisson hvernig á því stóð að menn fundu ekki fjölina sína. „Það er örugglega margt sem spilar þarna inn í, við hittum á lélegan leik og þeir hitta á góðan leik,“ sagði Pétur.Meira -
Þróun og framtíðarhorfur íbúðamarkaðar og byggingarmála á Norðurlandi vestra
feykir.is Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla 21.10.2025 kl. 14.18 oli@feykir.isMiðvikudaginn 22. október verður haldinn opinn fundur um þróun og framtíðahorfur íbúðarmarkaðar á Norðurlandi vestra. Fundurinn verður haldinn í húsakynnum HMS, Ártorgi 1 á Sauðárkróki, kl. 15 og er opinn öllum. Að fundinum standa HMS, Tryggð byggð og Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra.Meira -
Gullskórinn var afhentur í Húnaskóla í byrjun október
Verkefninu Göngum í skólann lauk í Húnaskóla á Blönduósi þann 3. október sl. með glæsilegri verðlaunaafhendingu. Á heimasíðu skólans segir að allir nemendur og starfsfólk skólans hafi komið saman fyrir utan skólann til að fagna árangri verkefnisins og afhenda hinn eftirsótta Gullskó.Meira -
Auglýst eftir nýjum rekstararaðilum fyrir Bifröst
Á fundi sveitarstjórnar Skagafjarðar í síðustu viku kom fram að núverandi rekstraraðilar félagsheimilisins Bifrastar á Sauðárkróki muni ekki endurnýja samning um reksturinn en samningurinn rennur út nú í lok árs. Á fundinum fóru fram umræður varðandi félagsheimilið gamla sem byggt var árið 1925, og er því 100 ára í ár, en hefur að sjálfsögðu gengið í gegnum stækkanir og breytingar í gegnum árin. Má reikna með breytingum framundan með tilkomu nýs menningarhúss.Meira -
Tindastólsmönnum kippt niður á jörðina í Tékklandi
Tindastólsmenn voru keyrðir niður í jörðina í gær þegar þeir heimsóttu Opava í Tékklandi en í bænum búa um 55 þúsund manns. Leikið var í Opava-höllinni og voru heimamenn yfir frá fyrstu körfu til hinnar síðustu og unnu sterkan sigur, 95-68.Meira