Ég man, nýtt lag Sverris Bergmanns - Myndband

Sverrir Bergmann Magnússon samdi og gaf út á dögunum nýtt lag, Ég man, sem fengið hefur góða dóma áheyrenda og fjallar um fallegasta stað á jarðríki, Skagafjörð. Nú er komið myndband við lagið sem Helgi Sæmundur Guðmundsson gerði einkar vel en þar leikur Jóhann Daði Gíslason hinn angurværa mann sem lætur hugann reika til æskustöðvanna.

Á Facebooksíðunni Skín við sólu skrifar Sverrir Bergmann; „Þegar maður semur lag um fallegasta stað á jarðríki og Helgi Sæmundur gerir myndband við það verður maður að deila því hér ❤ Vonandi líkar ykkur vel

 

Fleiri fréttir