Frozen í Bifröst – Viðtal við leikstjóra og leikara :: Uppfært: Frumsýningu frestað.

Glæsilegur hópur leikara og leikstjóra. Mynd: PF
Glæsilegur hópur leikara og leikstjóra. Mynd: PF

Frumsýning á leikritinu Frozen í flutningi 10. bekkjar Árskóla á Sauðárkróki fer fram í dag kl. 17, og önnur sýning strax um kvöldið kl. 20. Feykir leit við á æfingu í gær og heyrði í leikstjórum og leikurum sem hlökkuðu mikið til að fá áhorfendur í salinn. Uppfært: Frumsýningu frestað fram til morguns.

Frozen segir sögu systranna Önnu og Elsu, prinsessanna af Arendelle en þær þrá að vera saman en töfrakraftar Elsu gera þeim erfitt fyrir. Snjókarlinn Ólafur gleður þær með nærveru sinni en hann trúir því að sumir séu hreinlega þess virði að bráðna fyrir.

Eftir að hafa lent í miklum ævintýrum þar sem Kristján og hreindýrið hans Sveinn, Hans prins af Suðureyjum, tröll og huldufólk koma við sögu, uppgötva systurnar máttinn sem býr í sannri ást.

Sýningar eru sem hér segir:

Fimmtudagur 11. mars kl. 17. og 20. Frestað
Föstudagur 12. mars kl. 17. og 20.
Laugardagur 13. mars kl. 14 og 16:30.
Sunnudagur 14. mars kl. 14 og 16:30.
Mánudagur 15. mars kl. 17.

Miðapantanir eru síma 453 5216 og er vakin athygli á því að ekki er tekið við greiðslukortum. Fólk er einnig beðið að kynna sér reglur sem gilda við miðapöntun og sóttvarnir á staðnum en þær eru að finna m.a. í Sjónhorni. 

Hér fyrir neðan má sjá viðtal við leikstjóra og leikara sem tekið var í gær.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir