HESTAMÓT -- Nýtt lag frá Slagarasveitinni.

Myndina tók Árborg Ragnarsdóttir sem er búsett á Hvammstanga.
Myndina tók Árborg Ragnarsdóttir sem er búsett á Hvammstanga.

Hvað eiga Freyja, Stormur, Ormur, Píka, Skör og Funi sameiginlegt? Jú, allt eru þetta hestanöfn sem koma fyrir í texta á Hestamóti, nýju lagi Slagarasveitarinnar sem komið er á Spotify. Textinn fjallar um hóp fólks sem er ríðandi milli landshluta eða sveita á leið á næsta hestamót. Það er stemmning og tilhlökkun hjá öllum og dregin er upp mynd af ferðalaginu og því sem bíður á hestamótinu. Þar verður hópur góðra vina og kunningja og nú skal njóta stundarinnar.

Lagið samdi Ragnar Karl Ingason og Skúli Þórðarson textann. Stjórn upptöku og forritun er í höndum Halldórs Ágústs Björnssonar. Slagarasveitin þakkar þeim gestalistamönnum sem spiluðu í laginu sem eru Pétur Valgarð Pétursson rafgítar og Matthías Stefánsson á fiðlu. Einnig þeim Ástrós Kristjánsdóttir og Guðbjarti Nilssyni sem syngja bakraddir.
Þess má geta að Slagarasveitin hyggst gefa út sína fyrstu plötu í haust og tónleikar í tengslum við útgáfuna eru fyrirhugaðir. Slagarasveitina skipa: Valdimar Gunnlaugsson söngur, Geir Karlsson bassi, Ragnar Karl Ingason gítar, Stefán Ólafsson gítar og Skúli Þórðarson trommur og ásláttur.
/Fréttatilkynning

Krækja má í lagið á Spotify HÉR

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir