Hittumst í þinni heimabyggð! Flokkur fólksins á Kaffi Krók nk. föstudag

Þingflokkur Flokks fólksins verður á ferð og flugi í kjördæmaviku, sem átti að hefjast á Sauðárkróki síðasta mánudag en vegna ófærðar og slæms veðurs syðra tafðist ferðin um sólarhring og hófst ferðin því í gær í gamla heimabæ formannsins, Ingu Sæland, á Ólafsfirði. Flokkur fólksins verður hins vegar á Króknum á föstudaginn.

Efnt verður til fjörugra umræðna um lífskjör og lífsgæði íbúanna; þjónustu í heimabyggð og brýnustu úrlausnarefni á hverjum stað. Einnig verða heilbrigðismál, skólamál, atvinnumál, húsnæðismál og samgöngumál undir smásjánni.

Í tilkynningu frá flokknum kemur fram að jafnframt verði rætt um nauðsyn þess að verja íslensk heimili gegn okri, tryggja öllum lágmarksframfærslu skatta og skerðingarlaust, tryggja öldruðum áhyggjulaust ævikvöld og rétt þjóðarinnar til að njóta auðlinda sinna.

„Við erum full af vilja til góðra verka. Við hlökkum til að hitta alla þá sem vilja hitta okkur og eiga með okkur ánægjulegt og uppbyggjandi samtal um allt það sem þarf að bæta, í þinni heimabyggð,“ segir í tilkynningunni en HÉR er hægt að nálgast forgangsmál flokksins.

Í hádeginu í dag verður flokkurinn með fund á veitingastaðnum Gísli, Eiríkur, Helgi á Dalvík kl. 12 og færir sig svo til Akureyrar þar sem fólik er boðið að koma í Menningarhúsið Hof, kl. 17.  

Á morgun fimmtudaginn 17. feb. er haldið til Húsavíkur á Gamla Bauk þar sem fundur verður settur kl. 17. Á föstudaginn mætir flokkurinn á Kaffi Krók á Sauðárkróki kl. 17.

Fólk er hvatt til að mæta og nýta tækifærið til að spjalla við þingmenn auglitis til auglitis. Með þeirra er Eyjólfur Ármannsson, þingmaður Norðvesturkjördæmis, sem hefur látið fiskveiðikerfið til sín taka og talar fyrir frjálsum handfæraveiðum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir