Í desember - Jólalag dagsins

Nýjasta jólalag í heimi, alla vega í Skagafirði, er jólalag dagsins hér á Feykir.is „Glænýtt! Skagfirskt og samið í byrjun desember,“ segir höfundurinn Brynjar Páll Rögnvaldsson, tónlistarmaður á Sauðárkróki.

Lagið nefnist Í desember og semur Brynjar bæði lag og texta en systurdóttir hans, Ester Indriðadóttir, syngur. Ekki var langt að fara í stúdíóið þar sem faðir Brynjars, Rögnvaldur Valbergsson ræður ríkjum en þeir feðgar spila á öll hljóðfærin sem hljóma í laginu. „Þetta er jólalag sem er fyrir þá sem sakna einhverra á jólunum.“

Fleiri fréttir