Jólalag dagsins - Alein um jólin

Þær Svala Björgvins og Ragga Gísla sungu lagið Alein um jólin í Jólagestum 2016. En eins og segir í textanum ætti enginn að þurfa að vera aleinn um jólin. Pössum upp á náungann og þá sem á stuðningi þurfa að halda og þá geta allir átt góð jól.

Þrátt fyrir Covid- fara Jólagestir Björgvins fram í ár, í fullri stærð, heima í stofu hjá þér, í beinni frá Borgarleikhúsinu laugardaginn 19. desember kl. 20.„Jólagestir láta ekki sitt eftir liggja á krefjandi tímum og hafa unnið hörðum höndum að því undanfarið að finna leiðir til að töfra fram sannan jólaanda í ár, eins og síðastliðin 13 ár. Það tókst og nú verður blásið til allsherjar jólaveislu á heimsvísu þar sem einvalið lið söngvara, hljóðfæraleikara, kóra og dansara koma fram, í beinni frá Borgaleikhúsinu. Nú geta allir keypt sæti á fremsta bekk og aðeins þarf að kaupa einn miða fyrir hvert heimili,“ segir á Tix.is þar sem hægt er að kaupa aðgang að veislunni.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir