Jólalag dagsins - Ég hlakka svo til

„Ég hlakka svo til“, er eins og mörg önnur íslensk jólalög, eftir ítalska höfunda. Lagið heitir „Dopo La Tempesta“ á frummálinu og er eftir Gianni Bella og Alberto Salerno. Á Rúv.is segir að lagið hafi upphaflega verið flutt í undankeppni Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva á Ítalíu árið 1988 en náði ekki alla leið, eins og sagt er.

„Höfundarnir geta þó huggað sig við það að lagið þeirra hafi gengið í endurnýjun lífdaga sem sígilt íslenskt jólalag,“ segir í færslunni þar sem einnig kemur fram að Svala Björgvins hafi flutt lagið í nýrri útgáfu ásamt hljómsveitinni Maus í sjónvarpsþættinum Laugardagskvöld með Gísla Marteini, árið 2003.

HÉR má sjá flutning  Marcella Bella, systur annars höfundar lagsins. 
Í meðfylgjandi vídeói má hins vegar sjá lagið flutt af Jóhönnu Guðrúnu og íslenska textann á Jónas Friðrik Guðnason.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir