feykir.is
Skagafjörður, Það var lagið
11.12.2017
kl. 08.00
Þar sem einungis eru 13 dagar til jóla ætlar Feykir að koma sér, og þér, í jólagírinn með jólalagi dagsins. Edda Heiðrún Backman syngur hér Jólasveinn kæri ásamt flottum kór ungmenna á plötunni Barnajól sem kom út árið 1991.
Í tilkynningu frá Lögreglunni á Norðurlandi vestra segir að LNV hafi verið látin vita fyrr í dag um að einshreyfils flugvél hafi hlekkst á í lendingu á Blönduósflugvelli. Um borð í vélinni voru flugmaður og þrír farþegar. Þeir voru fluttir til skoðunar á Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Blönduósi. Meiðsl þeirra eru ekki talin alvarleg á þessari stundu.
Miðasala á jólatónleikana Jólin heima 2025 er að hefjast, en tónleikarnir fara fram í Miðgarði laugardaginn 6. desember. Miðasalan fer fram í gegnum hlekk á feyki.is, og hún opnar miðvikudaginn 17. September kl. 10.
feykir.is
Austur-Húnavatnssýsla, Lokað efni 15.09.2025
kl. 14.05 gunnhildur@feykir.is
Nemendur á yngsta stigi í Höfðaskóla tóku þátt í skemmtilegri útikennslu í síðustu viku. Þetta kemur fram á heimasíðu skólans. Börnin nutu þess að vera saman úti í náttúrunni þar sem þau lærðu í gegnum leik og sköpun. Kennslustundin hófst á stuttum göngutúr um nágrennið þar sem nemendur söfnuðu efnivið fyrir listasmiðjuna sína.
Á vef SSNV kemur fram að eitt af áhersluverkefnum þeirra sé að efla viðburði í landshlutanum sem styðja við aukna ævintýraferðamennsku. Þetta er hluti af Sóknaráætlun landshlutans, sem hefur það að markmiði að virkja krafta samfélagsins og skapa ný tækifæri fyrir bæði heimamenn og gesti
Stólastúlkur skutust suður á Hlíðarenda í dag þar sem þær mættu Valskonum í Bestu deildinni. Okkar stelpur hefðu nú helst þurft að næla í stig til að styrkja stöðu sína í fallbaráttunni en eftir fjörugan fyrri hálfleik þar sem staðan var 2-2 að honum loknum tók Fanndís Friðriks yfir leikinn og skilaði heimaliðinu þremur stigum í 6-2 sigri.
Skagafjörður er fallegur. Þar er hátt til lofts og vítt til veggja. Á milli fjalls og fjöru er gróið og lifandi landslag með auðugum jarðargæðum. Fjarðarbotninn er breiður og ávalur, mótaður í árþúsundir af stöðugum framburði jökulfljótanna sem setja sterkan svip á láglendið.
Haustþing starfsfólks leikskóla á Norðurlandi vestra var haldið á Blönduósi þann 29. ágúst síðastliðinn. Þingið er haldið annað hvert ár og nú var komið að leikskólastjórum leikskóla í Húnavatnssýslum að halda þingið með dyggri aðstoð Farskólans. Þingið sóttu alls um 116 starfsmenn leikskólanna.
Laugardaginn 6. september, kl. 14, verður haldið Kakalaþing í Kakalaskála í Blönduhlíð. Yfirskrift þingsins að þessu sinni er: Sögur úr Skagafirði. Fjallað verður um dagbækur Sveins Pálssonar landlæknis, ævisögu Bíbíar í Berlín, dulsmál í Borgargerði og Ólafs sögu Þórhallasonar eftir Eirík Laxdal.
Herra Hundfúll fylgdist með keppni í Skólahreysti með öðru auganu nú á laugardaginn. Hann gladdist talsvert yfir gengi skólanna á Norðurlandi vestra. Varmhlíðingar voru sendir upp á svið til að taka við verðlaunum fyrir þriðja sætið en nemendur Grunnskóla Húnaþings vestra enduðu í fjórða sæti en með jafnmörg stig og Varmahlíðarskóli. En svo var farið að reikna ... aftur...
Það er söngkonan Hrafnhildur Ýr Víglundsdóttir sem svarar Tón-lystinni að þessu sinni – og í raun öðru sinni því umsjónarmanni Tón-lystar urðu á smá mistök. Hrafnhildur, sem við sáum fara á kostum í The Voice Ísland fyrir jól, ólst upp í Dæli í Víðidal (Sólardalnum) og segist alltaf titla sig sem Húnvetning. Auk þess að syngja glamrar hún aðeins á píanó. „Ég lærði á klarinett sem krakki en held ég gæti ekki náð hljóði úr slíku apparti núna til að bjarga lífi mínu,“ segir Hrafnhildur.