feykir.is
Skagafjörður, Það var lagið
11.12.2017
kl. 08.00
Þar sem einungis eru 13 dagar til jóla ætlar Feykir að koma sér, og þér, í jólagírinn með jólalagi dagsins. Edda Heiðrún Backman syngur hér Jólasveinn kæri ásamt flottum kór ungmenna á plötunni Barnajól sem kom út árið 1991.
feykir.is
Skagafjörður, Listir og menning 17.10.2025
kl. 10.45 gunnhildur@feykir.is
Hausttónleikar Karlakórsins Hreims verða haldnir í Menningarhúsinu Miðgarði laugardaginn 18.okt 2025 kl. 15:00. Karlakórinn Heimir ætlar að kíkja á þá félaga í Hreim og syngja nokkur lög.
SSNV stóð fyrir fræðsluröð um umhverfismál í góðu samstarfi við félög eldri borgara á Norðurlandi vestra en tveir stjórnarmeðlimir úr ALDINI, eldri aðgerðasinna gegn loftslagsvá, þau Halldór Reynisson og Sigrún Björnsdóttir, hittu eldri borgara í Húnaþingi vestra, Austur-Húnavatnssýslu og Skagafirði dagana 13. og 14. október sl.
Veðurstofan gerir ráð fyrir skaplegu veðri um helgina, stilltu og nokkuð hlýju en svo kólnar heldur í næstu viku. Þennan föstudagsmorguninn eru allir vegir greiðfærir á Norðurlandi vestra nema hvað að hálkublettir eru á Öxnadalsheiði þó líklegt sé að þeir hverfi um leið og hitinn hækkar.
feykir.is
Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla, Listir og menning 16.10.2025
kl. 14.54 oli@feykir.is
Útgáfuhóf vegna endurskoðaðrar útgáfu Sýslu- og sóknalýsinga Húnavatnssýslu fór fram laugardaginn 11. október sl. í safnaðarheimili Breiðholtskirkju. Sögufélag stóð að viðburðinum í samstarfi við Húnvetningafélagið í Reykjavík og var dagskráin bæði fjölbreytt og fróðleg.
feykir.is
Skagafjörður, Lokað efni 16.10.2025
kl. 14.37 oli@feykir.is
Byggðarráð Skagafjarðar samþykkti samhljóða á fundi sínum 15. október framlagðar breytingar fræðslunefndar á gjaldskrá leikskóla í Skagafirði fyrir árið 2026. Lögð var fram tillaga að 2,7% hækkun dvalargjalda, fæðisgjalda og skráningardaga leikskóla sem er í samræmi við verðlagsbreytingar út frá þjóðhagsspá Hagstofu Íslands.
Viðskiptahraðall landsbyggðarinnar var settur af stað og hófst formlega 18. september sl.Tólf nýsköpunarteymi hvaðanæva af landinu taka nú þátt í viðskiptahraðlinum Startup Landið. Þetta er í fyrsta sinn sem öll landshlutasamtök utan höfuðborgarsvæðisins sameinast um að standa að sameiginlegum hraðli. Hingað til hafa landshlutasamtökin haldið hraðla í sitthvoru lagi, en nú er kraftur þeirra sameinaður til að skapa metnaðarfullan og öflugan vettvang fyrir nýsköpunarverkefni á landsbyggðinni.
Það er einhver sérstök tilfinning að láta sig síga niður í bíósætin i Bifröst, bíða eftir að ljósin slokkni og láta töfra leikhússins yfirtaka allt annað um stund. Ég veit ekki hvor okkar var spenntari, rúmlega fimmtuga amman eða rétt að verða sjö ára ömmustelpan, þegar okkur bauðst að fara í leikhús á mánudaginn. Alla vega varð hvorug okkar fyrir vonbrigðum. Í tæpa tvo tíma lifðum við okkur inn í heim Gumma, Finns, Dagnýjar og allra hinna í leikritinu Óvitum, eftir Guðrún Helgadóttur, í leikstjórn Eysteins Ívars Guðbrandssonar.
Fjórða sumarið í röð fór fram uppgröftur á búðaminjum á Hafna-búðum á Hjallanesi í landi Hafna á Skaga. Í sumar voru grafin upp, að hluta eða öllu leyti, fimm búðir/mannvirki, auk þess sem unnið var á svæðum utan bygginga. Grafið var á sama uppgraftarsvæði og í fyrra. Búðirnar eru í mörgum tilfellum illa farnar og því oft erfitt að greiða úr mannvistarlögum og sjá hvar ein búð endar og önnur byrjar. En allt hefst þetta á endanum og myndin skýrist með hverju árinu.
Herra Hundfúll fylgdist með keppni í Skólahreysti með öðru auganu nú á laugardaginn. Hann gladdist talsvert yfir gengi skólanna á Norðurlandi vestra. Varmhlíðingar voru sendir upp á svið til að taka við verðlaunum fyrir þriðja sætið en nemendur Grunnskóla Húnaþings vestra enduðu í fjórða sæti en með jafnmörg stig og Varmahlíðarskóli. En svo var farið að reikna ... aftur...
Ungur maður er nefndur Sæþór Már Hinriksson og kemur frá Syðstu-Grund í hinni skagfirsku Blönduhlíð. „Undanfarna mánuði er ég búinn að vera með stærstan part af sjálfum mér á Króknum, í Víðihlíðinni hjá tengdó, en hugurinn leitar alltaf heim í Blönduhlíðina,“ segir Sæþór sem er fæddur árið 2000 og hefur verið spilandi og syngjandi frá fyrstu tíð.