Jólalag dagsins - Nú mega jólin koma fyrir mér

Jólaplatan Nú stendur mikið til varð sígild um leið og hún kom út fyrir jólin 2010 en nokkur lög hafa verið ansi vinsæl og Nú mega jólin koma fyrir mér kannski það sem þykir hvað best. Það er Sigurður Guðmundsson og Memfismafían sem hér flytja það skemmtilega lag.

Lagið er erlent, en textinn eftir Braga Valdimar Skúlason en svona hefst lagið:

Á fyrsta sunnudegi aðventunnar
ég ek til kaupmannsins í einum rykk
því þó að fjárhirslurnar gerist grunnar
ég geri vel við mig í mat og drykk.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir