Mottukeppnin fær frábærar viðtökur

Árvekniátak Krabbameinsfélagsins um krabbamein í körlum, Mottumars, var keyrt formlega í gang föstudaginn 26. febrúar í húsakynnum Slökkviliðsins í Skógarhlíð 14. Þar þáðu fulltrúar Slökkviliðsins og Landhelgisgæslunnar skeggsnyrtingu frá rakarastofunni Herramönnum í Kópavogi. Þeir Einar Ingi Reynisson og Snorri Hrafnkelsson voru fulltrúar Landhelgisgæslunnar og voru stórglæsilegir. Mynd: Sigurður Ólafur Sigurðsson/Krabb.is.
Árvekniátak Krabbameinsfélagsins um krabbamein í körlum, Mottumars, var keyrt formlega í gang föstudaginn 26. febrúar í húsakynnum Slökkviliðsins í Skógarhlíð 14. Þar þáðu fulltrúar Slökkviliðsins og Landhelgisgæslunnar skeggsnyrtingu frá rakarastofunni Herramönnum í Kópavogi. Þeir Einar Ingi Reynisson og Snorri Hrafnkelsson voru fulltrúar Landhelgisgæslunnar og voru stórglæsilegir. Mynd: Sigurður Ólafur Sigurðsson/Krabb.is.

Nú í mars fór mottukeppnin í gang eftir fimm ára hlé og er samkvæmt tilkynningu frá Krabbameinsfélaginu er hún í fullum gangi og fær frábærar viðtökur. Yfir 300 keppendur eru skráðir og þar á meðal eru skemmtilegir hópar. Þar má til dæmis finna Karlakór Hveragerðis, Skokkhóp Vals og bændurna á Gilsbúinu í Skagafirði.

Eftir smá yfirferð á þátttökulista keppninnar má sjá að þátttakendur á Norðurlandi vestra eru ekki margir og ekki háar upphæðir sem fólk hefur heitið á skeggsafnarana. Eins og kemur fram hér á undan tekur Gilsbúið þátt í liðakeppninni en þar eru skráðir þeir Ómar Björn Jensson  Hrólfur Þeyr  og  Jón Gunnar Vésteinsson  en þeir taka líka þátt í einstaklingskeppninni. Tveir í viðbót eru skráðir á Sauðárkóki Guðmundur Gunnarsson  og Björn Ingi Björnsson  en Gunnar Freyr Þórarinsson er skráður í Varmahlíð og Jón Ívar Hermannsson Hvammstanga.

Menn eru hvattir til að skrá sig í mottukeppnina og hóa í fjölskyldumeðlimi, vinnufélaga og vinahópana til að skrá sig líka og taka þátt í liðakeppninni - það skapar mestu og bestu stemmninguna!

Hægt er að skrá sig HÉR

Á heimasíðu Krabbameinsfélagsins  kemur fram að mottumars hafi farið fram óslitið frá árinu 2011 og er átakinu ætlað að safna fé til rannsókna á krabbameinum í körlum, til ráðgjafar og stuðnings þeim sem greinast með krabbamein og aðstandenda þeirra og forvarna gegn krabbameinum. Með því safna mottu sýna karlmenn hver öðrum stuðning og samstöðu í verki, en yfirskrift átaksins er einmitt „einn fyrir alla og allir fyrir einn.“

Á hverju ári greinast hátt í 900 karlmenn með krabbamein og um 320 látast af völdum krabbameina. Til að setja það í samhengi má benda á að á Ísafirði búa í heild sinni um 900 fullorðnir karlmenn.

Þó er rétt að benda á að yfir 7100 karlar sem hafa greinst með krabbamein eru enn á lífi en lífhorfur hafa batnað mikið á undanförnum áratugum. Um 26% karla sem greindust með krabbamein fyrir 40 árum lifðu í fimm ár eða lengur eftir greiningu en nú geta 68% vænst þess að lifa svo lengi eða lengur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir