Nýtt lag með Ouse komið í spilun

Skjámynd úr myndbandi Ouse.
Skjámynd úr myndbandi Ouse.

Nú í síðustu viku kom út splunkunýtt lag með Ouse en hann er eins og margir vita einn niðurhlaðnasti tónlistarmaður landsins. Lagið kallast Why Did You Tell Me That You Loved Me? eða Hvers vegna sagðir þú mér að þú elskaðir mig? og er þetta fyrst einfarinn af væntanlegri breiðskífu Ouse.

Feykir sagði frá því fyrr í vetur að Ásgeir Bragi, sem stendur á bak við listamannsnafnið Ouse, gerði útgáfusamning við 12Tone Music útgáfufyrirtækið sem hefur m.a. um borð listamenn á við Anderson Paak og Lauren Daigle. Það var lagið Dead Eyes sem fyrst vakti verulega athygli á tónlist Ouse en lagið var einskonar streymisdraumur, því hefur verið streymt hátt í 50 milljón sinnum – einungis á Spotify – þegar þetta er skrifað.

Ouse gerir sinn tónlistarferil út úr herberginu sínu á Króknum. Svona er heimurinn í dag!

Hér má sjá myndbandið við nýja lagið á YouTube >

Listamannsíða Ouse hjá 12Tone Music >

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir