Tindastóll – Stjarnan :: Miðasala hafin á bikarleikinn

Miðasala á leik Tindastóls og Stjörnunnar í undanúrslitum bikarkeppni KKÍ 12. febrúar nk. er hafin hjá TIX.is. Stuðningsmönnum Tindastóls er bent á að kaupa miða í gegnum körfuknattleiksdeildina en þá rennur allur hagnaður af þeirri miðasölu beint til hennar.

Miðasala félaga er virk til kl. 10:00 á leikdegi eða þar til þeir miðar eru uppseldir. Í boði eru 500 fullorðins og 150 barnamiðar fyrir hvert félag en eftir það þarf að nota almenna miðasölu KKÍ á tix.is. Þau lið sem svo fara í úrslit fá nýjan tengil á miðasölu strax að undanúrslitunum loknum. Allir Stólar nær og fjær eru hvattir til að mæta í Höllina og styðja strákana til sigurs.

Miðaverð er 2.500 kr. fyrir 16 ára og eldri, 1.000 kr. 6-15 ára og frítt fyrir 5 ára og yngri.
Hægt er að kaupa Tindastólsmiða á leikinn á eftirfarandi krækju: https://tix.is/is/specialoffer/tzbysodnje44w

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir