140 tonn af lambakjöti farin til Bandaríkjanna
Sláturhúss KVH á Hvammstanga hefur sent um 140 tonn af lambakjöti til Bandaríkjanna en stefnt er á að senda 110 tonn til viðbótar. Þetta segir Magnús Freyr Jónsson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins á Vísi.is í dag.
Sláturhúsið hefur frá árinu 2007 selt bandarísku matvælakeðjunni Whole Foods Market ófrosið íslenskt lambakjöt og er það selt sem hágæðavara í verslunum keðjunnar og er merkt íslenska þjóðfánanum í bak og fyrir. Um tíu prósent af framleiðslu sláturhússins fer til Bandaríkjanna og kaupir Whole Foods alla hluta skrokksins.
Sjá nánar á vísir.is