Aco ráðinn aðstoðarþjálfari Kormáks/Hvatar

Aco við undirskrift samningsins. MYND: AÐDÁENDASÍÐA KORMÁKS
Aco við undirskrift samningsins. MYND: AÐDÁENDASÍÐA KORMÁKS

Lið Kormáks/Hvatar hefur tilkynnt um ráðningu á nýjum aðstoðarþjálfara en það er enginn annar en Aco Pandurevic sem mun aðstoða Ingva Rafns Ingvarsson á komandi keppnistímabili. „Aco, sem áður hefur þjálfað Kormák Hvöt, leggur nú lokahönd á UEFA A þjálfaragráðu sína og kemur fullur af eldmóði og þekkingu inn í tímabilið í 2. deild,“ segir í tilkynningu á Aðdáendasíðu Kormáks.

„Aco hefur þjálfað yngri flokka Hvatar á Blönduósi undanfarin ár með eftirtektarverðum árangri, auk þess sem hann hefur verið viðloðandi meistaraflokkinn bæði sem aðalþjálfari og sérlegur ráðgjafi. Það er lýðnum ljóst að ráðning Aco er lyftistöng fyrir þetta spennandi verkefni sem er framundan,“ segir ennfremur á síðunni.

Fram kemur að lið Kormáks/Hvatar er nú á lokakskrefum undirbúnings tímabilsins og fyrsti leikur „sumarsins“ fer fram í Laugardal um næstu helgi, þegar Húnvetningar heimsækja lið SR í bikarkeppninni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir