Aðalfundur sameinaðra deilda Rauða krossins
feykir.is
Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
15.10.2015
kl. 10.40
A-Húnavatnssýsludeild og Húnaþingi vestra hefur auglýst aðalfund deildanna en hann verður haldinn þriðjudaginn 20. október nk. í norðursal íþróttamiðstöðvarinnar á Blönduósi klukkan 17:00.
Dagskrá fundar er, samkvæmt auglýsingu í Sjónaukanum:
- Kosning fundarstjóra og fundarritara
- Fundarsetning
- Sameining kynnt
- Starfsreglur og nafn sameinaðrar deildar lagt fram til samþykktar
- Formannskjör samkvæmt 8. gr. laga Rauða krossins á Íslandi
- Kosning annarra stjórnarmanna og varamanna samkvæmt 8. gr. laga Rauða krossins á Íslandi
- Kosning skoðunarmanna samkvæmt 8. gr. laga Rauða krossins á Íslandi
- Önnur mál