Aðalfundur sjómannadeildar Stéttarfélagsins Samstöðu
feykir.is
Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
21.12.2012
kl. 09.21
Aðalfundur sjómannadeildar Stéttarfélagsins Samstöðu verður haldinn í sal Samstöðu, Þverbraut 1 Blönduósi, fimmtudaginn 27. desember næstkomandi kl. 13:00.
Dagskrá fundarins verða venjuleg aðalfundarstörf, sagt frá formannafundi SSÍ o.fl.
„Mætum vel á fundinn og ræðum málefni okkar,“ segir í fréttatilkynningu frá sjómannadeildinni í Glugganum.