Áhyggjur af fjölgun umferðaslysa

Björgunarsveitin Húnar að störfum á Holtavörðuheiði. Ljósm./Húnar.
Björgunarsveitin Húnar að störfum á Holtavörðuheiði. Ljósm./Húnar.

Morgunblaðið fjallar um á vef sínum Mbl.is að aukin tíðni umferðaslysa í Húnaþingi vestra valdi miklum áhyggjum. Rætt er við Kristján Þor­björns­son, yf­ir­lög­regluþjónn á Blönduósi, og Svein Karlsson, bifvélavirkja á Borðeyri við Hrútafjörð sem hefur þjón­ustað lög­regl­una á Blönduósi und­an­far­in 20 ár með drátt­ar­bíl ef um­ferðaró­höpp verða í Húnaþingi vestra, frá Víðidalsá upp á miðja Holta­vörðuheiði. Báðir segja þeir sl. ár hafa verið sérstaklega annasamt. 

„Ég hef orðið mikl­ar áhyggj­ur af auk­inni tíðni um­ferðarslysa hérna á svæðinu. Oft hef­ur þetta verið slæmt en ég hef aldrei verið kallaður út oft­ar en á síðasta ári,“ seg­ir Sveinn en hann hefur verið kallaður út vegna 60 óhappa á svæðinu, lang­flest á hring­veg­in­um. Í þess­um óhöpp­um dró Sveinn burtu um 40 ónýt­ar bif­reiðir og í sum­um til­vik­um urðu al­var­leg slys á fólki.

Rætt er um mögulegar skýringar á þessari aukningu umferðaslysa og Sveinn vill ekki meina að það skýringin liggi í slæmum vegum. Þjóðveg­ur­inn sé yf­ir­leitt beinn og slétt­ur, lítið er um bratt­ar brekk­ur og að þjón­ust­an á vegunum sé jafn­framt mjög góð. Hann segir einn kafla þó verri en aðra, þ.e. kring­um brúna yfir Miklagil á norðan­verðri Holta­vörðuheiði. Þar safn­ist sam­an snjór í suðvestanátt sem geti gert öku­mönn­um lífið leitt. Þá segir Sveinn einnig hafa orðið nokk­ur óhöpp á mal­ar­veg­un­um á Vatns­nesi og á Laxár­dals­heiði. 

Ein möguleg skýring er sögð vera aukning ferðamanna á svæðinu og þátt þeirra í um­ferðarslys­um. Sveinn segir er­lenda ferðamenn nokkuð áber­andi núna í seinni tíð, helst sé það í minni­hátt­ar óhöpp­um þegar þeir aka út af eða lenda í öðrum vand­ræðum, t.d. á Vatns­nes­inu. Þau hafi verið sérlega áberandi núna yfir hátíðarnar en þrjú slík út­köll voru síðasta aðfanga­dag jóla. Tveim­ur þeirra sinntu björg­un­ar­sveit­irn­ar og hefur einnig verið mikið að gera hjá þeim, sérstaklega vegna óveðurs á Holtavörðuheiði. 

Þá segir Sveinn aksturslag ökumanna ekki gott og að hann verði mikið var við auknu tillitsleysi á vett­vangi óhappa, ekið sé fram­hjá á fleygi­ferð og án til­lits til aðstæðna. „Maður er í raun­inni í stór­hættu þegar maður er að at­hafna sig á vett­vangi og draga bíla upp á veg. Þá þarf helst að hafa lög­regl­una á staðnum með blikk­andi ljós til að vekja at­hygli á okk­ur,“ seg­ir Sveinn.

Samanburður á fjölda slysa erfiður  

Í samtali við Morgunblaðið segist Kristján Þor­björns­son, yf­ir­lög­regluþjónn á Blönduósi til margra ára, segir álagið vera meira í vest­ur­sýsl­unni, enda til­heyri Holta­vörðuheiðin henni. Hann segist vel geta tekið und­ir áhyggj­ur Sveins á Borðeyri af fjölg­un um­ferðarslysa á svæðinu.

Kristján segir samanburð á milli ára erfiðan þar sem allra minnstu óhöpp­in séu ekki alltaf skráð og fari lög­regl­an því ekki í öll út­köll. Á þessu stigi sé því ekki hægt að full­yrða að fleiri slys hafi orðið í Húnaþingi vestra á síðasta ári en und­an­far­in ár. Með fjölg­un er­lendra ferðamanna í um­ferðinni seg­ir Kristján er­ind­um og beiðnum hins veg­ar hafa fjölgað. Nú sé kallað á aðstoð í hvert sinn sem ferðamenn festa sig í skafli eða lenda í öðrum vanda, sama hversu smá­vægi­leg at­vik­in eru. Lög­regl­an taki ekki leng­ur að sér að draga bíla upp á veg og því sé oft­ar beðið um þjón­ustu drátt­ar­bíls eða björg­un­ar­sveita en áður. Einnig tek­ur Kristján und­ir með Sveini að öku­menn sýni litla til­lits­semi á vett­vangi slysa, þeir hægi þó eitt­hvað á þegar þeir sjái blikk­andi ljós lög­reglu.

Hér má lesa grein Mbl.is í heild sinni. 

Fleiri fréttir