Áramót á Hvammstanga

Kveikt var í áramótabrennunni við Höfða við Hvammstanga á áramótunum kl 21 og var fjöldi fólks við brennuna sem var efnismikil þetta árið en í henni var meðal annars báturinn Sif HU sem rifin var s.l. haust.

Björgunarsveitin stóð svo fyrir flugeldasýningu við brennuna sem boðið var upp á af nokkrum fyrirtækjum á svæðinu.

Á nýársdag fór sveitin í árlega flugeldarusl hreinsunarferð um Hvammstanga en með í för var hópur af duglegum krökkum sem létu ekki sitt eftir liggja við hreinsunina.

Nokkrar myndir frá hreinsuninni er hægt skoða með því að smella HÉR.

Mynd: hvt.123.is

/Húnar.is

Fleiri fréttir