Metfjöldi gesta hjá Selasetri Íslands árið 2015
Á síðasta ári heimsóttu rúmlega 27 þúsund ferðamenn Selasetur Íslands á Hvammstanga. Samkvæmt vef Selasetursins er það 35% aukning frá árinu 2014. Árið 2014 var jafnframt metár með um 20 þúsund gestakomur.
Gestakomur í Selasetur Íslands hafa aukist jafnt og þétt síðustu ár og það er því ljóst að aukinn fjöldi ferðamanna á landinu er að skila sér í Húnaþing vestra.