Árni Múli Jónasson leiðir lista Bjartrar framtíðar í norðvesturkjördæmi
Fjörutíu manna stjórn Bjartrar framtíðar samþykkti skipan í efstu sæti framboðslista flokksins um land allt á fundi sínum á miðvikudagskvöld í síðustu viku. Sex manna nefnd, sem hefur unnið að því að stilla upp listum fyrir Bjarta framtíð undanfarna mánuði, lagði fram tillögur að fjórum til fimm efstu mönnum í öllum kjördæmum. Stjórnin samþykkti tillögurnar einróma.
Efstu sæti í norðvesturkjördæmi verða þannig skipuð:
- 1. Árni Múli Jónasson, lögfræðingur og fyrrverandi bæjarstjóri á Akranesi
- 2. G. Valdimar Valdemarsson framkvæmdastjóri.
- 3. Solveig Thorlacius tilraunabóndi.
- 4. Magnús Þór Jónsson skólastjóri.
Önnur kjördæmi líta svona út:
Suðurkjördæmi:
- 1. Páll Valur Björnsson bæjarfulltrúi í Grindavík.
- 2. Guðlaug Elísabet Finnsdóttir kennari.
- 3. Heimir Eyvindarson tónlistarmaður.
- 4. Guðfinna Gunnarsdóttir framhaldsskólakennari.
Norðausturkjördæmi:
- 1. Brynhildur Pétursdóttir, starfsmaður Neytendasamtakanna.
- 2. Preben Jón Pétursson framkvæmdarstjóri.
- 3. Stefán Már Guðmundsson, aðstoðarskólastjóri grunnskólans á Reyðarfirði.
- 4. Hanna Sigrún Helgadóttir, framhaldsskólakennari á Laugum.
Reykjavíkurkjördæmi suður:
- 1. Róbert Marshall alþingismaður.
- 2. Óttarr Proppé, borgarfulltrúi í Reykjavík.
- 3. Brynhildur S. Björnsdóttir framkvæmdastjóri bókhalds- og rekstrarþjónustunnar Hagsýn.
- 4. Sigrún Gunnarsdóttir, lektor við hjúkrunarfræðideild HÍ.
- 5. Tryggvi Haraldsson, verkefnastjóri hjá Reykjavíkuborg.
Reykjavíkurkjördæmi norður:
- 1. Björt Ólafsdóttir, fráfarandi formaður Geðhjálpar og ráðgjafi hjá Capacent.
- 2. Heiða Kristín Helgadóttir, stjórnarformaður Bjartrar framtíðar og framkvæmdastjóri Besta flokksins.
- 3. Eldar Ástþórsson, markaðsmaður hjá CCP.
- 4. Friðrik Rafnsson þýðandi.
- 5. Jón Gnarr, borgarstjóri í Reykjavík.
Suðvesturkjördæmi:
- 1. Guðmundur Steingrímsson alþingismaður.
- 2. Freyja Haraldsdóttir framkvæmdastýra NPA miðstöðvarinnar.
- 3. Guðlaug Kristjánsdóttir sjúkraþjálfari og formaður BHM.
- 4. Erla Karlsdóttir varabæjarfulltrúi í Kópavogi og doktorsnemi í heimspeki.
- 5. Pétur Óskarsson framkvæmdastjóri.