Árshátíð Grunnskóla Húnaþings vestra

Á vef Grunnskóla Húnaþings vestra kemur fram að árshátíði skólans verði haldin með pompi og prakt föstudaginn 14. nóvember n.k. í Félagsheimilinu á Hvammstanga með pompi og prakt. Árshátíðin hefst kl. 20:00 með skemmtiatriðum og kl. 22:00 hefst dansleikur fyrir alla fjölskylduna sem stendur til kl. 01:00.

Nemendur í 10. bekk verða með sjoppu og kaffisölu um kvöldið. Forsala á miðum verður í Grunnskóla Húnaþings vestra á Hvammstanga fimmtudaginn 13. nóvember kl. 12:30 -16:00. Miðar verða einnig seldir við inngang. Ekki verður hægt að greiða með kortum. Allur ágóði af skemmtuninni rennur í ferðasjóð nemenda. Nánari upplýsingar er að finna á vef skólans.

Fleiri fréttir