Ásgeir á tónleikarúnti

Ásgeir Trausti. MYND AF TIX.IS
Ásgeir Trausti. MYND AF TIX.IS

Tónlistarmaðurinn snjalli frá Laugarbakka, Ásgeir Trausti, heldur af stað í Einför um Ísland í lok júní og lýkur rúntinum með tónleikum í Ásbyrgi á Laugarbakka 20. júlí. Hann hefur leik 27. júní í Landnámssetrinu í Borgarnesi en heldur síðan meðal annars tónleika í félagsheimilinu á Blönduósi 7. júlí. Lokatónleikarnir verða síðan í Háskólabíói 14. september.

Allt í allt kemur Ásgeir fram á 14 tónleikum víðsvegar um landið. Í kynningu á Tix.is, þar sem hægt er að næla sér í miða, segir að tónleikastaðirnir séu fjölbreyttir en Ásgeir kemur m.a. fram í Básum í Þórsmörk, á Hótel Flatey, í Bláu kirkjunni á Seyðisfirði og Hofi á Akureyri.

Miðasala hófst í byrjun maí á Tix.is. Ókeypis er inn á tónleikana í Flatey og miðar fyrir tónleikana í Básum í Þórsmörk verða seldir á staðnum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir