Bílvelta við Gauksmýri
Nú fyrir stundu hóf þyrla Landhelgisgæslunnar sig á loft með slasaðan mann sem lent hafði í bílveltu nærri Gauksmýri í Húnaþingi vestra. Þjóðveginum var lokað í stutta stund meðan þyrlan notaði hann sem lendingarstað.
Að sögn lögreglunnar á Blönduósi er lítið hægt að gefa upp um ástand hins slasaða að svo komnu. Búið er að opna fyrir umferð aftur.