Blásið til söngvarakeppni
Söngvarakeppni Húnaþings vestra 2015, sem haldin er á vegum Hljóðós hljóðkerfaleigu í samstarfi við Sjávarborg restaurant, næstkomandi laugardagskvöld. Keppnin verður haldin á veitingastaðnum Sjávarborg á Hvammstanga þann 11. apríl n.k. og er þemað í ár Rokk og Ról.
Í ár eru tólf atriði skráð til leiks og verður gaman að sjá þátttakendur rokka á Sjávarborg. Fjörið hefst á slaginu 21:00 og er takmarkaður miðafjöldi í boði. DJ Heiðar mun svo sjá um að trylla lýðinn að keppni lokinni. Miðaverð er 2.500 kr. og aldurstakmark 18 ára. Hægt er að panta miða á songvarakeppni@gmail.com.