Breytingar í Íþróttamiðstöð Húnaþings vestra
Um sl. áramót tóku gildi breytingar á gjaldskrá Íþróttamiðstöðvar Húnaþings vestra sem sveitarstjórn samþykkti á fundi sínum þann 2. desember sl. Helstu nýmæli í gjaldskránni eru þau að frá 1. janúar sl. skulu öryrkjar, eldri borgarar og börn á grunnskólaaldri greiða aðgang að íþróttamiðstöðinni.
Börn á grunnskólaaldri þurfa nú að greiða kr.180- fyrir stakan tíma en árskort fæst á kr. 1000- Öryrkjar og eldri borgarar greiða kr. 250- fyrir stakan tíma og kr. 5.000- fyrir árskortið en árskort hjóna þar sem bæði eru annað hvort öryrkjar eða eldri borgarar þá kostar það kr. 7.500-
Frá og með deginum í dag verður þrektækjaaðstaðan lokuð um óákveðin tíma, vegna breytinga og er ljósabekkur Íþróttamiðstöðvarinnar auglýstur til sölu. Þeir sem hafa áhuga á að eignast slíkan grip geta gert tilboð í hann en nánar um það er hægt að sjá á vef Húnaþings vestra.