Byggðasafn Skagfirðinga fær úthlutað úr fornminjasjóði

Á vef Minjastofnunar segir að nú liggur fyrir úthlutun styrkja úr fornminjasjóði fyrir árið 2024. Alls bárust 63 umsóknir í sjóðinn og sótt var um alls 252.569.150 kr. 23 verkefni fengu úthlutað úr sjóðnum að þessu sinni, að heildarupphæð 79.485.000 kr. 

Byggðasafn Skagfirðinga hlaut annars vegar styrk að upphæð 8.000.000 kr. fyrir verkefnið- Verbúðalíf á Höfnum. Rannsókn á verbúðaminjum í hættu á Höfnum á Skaga og einnig 2.900.000 kr. styrk fyrir verkefnið -Heildarskráning fornleifa í Hjaltadal og Kolbeinsdal.

Nánar um úthlutaða styrki HÉR

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir