Byggðastofnun veitir óverðtryggð lán

Byggðastofnun mun bjóða viðskiptavinum stofnunarinnar upp á óverðtryggð lán í framtíðinni og er það í fyrsta skipti í sögu stofnunarinnar. Vextir á lánunum verða með 3,5% álagi ofan á REIBOR.

Með þessum nýja valkosti fyrir viðskiptavini stofnunarinnar vonast Byggðastofnun eftir því að styðja enn frekar við nýsköpun í atvinnulífi og vöxt framsækinna fyrirtækja á starfssvæði stofnunarinnar sem mun til framtíðar efla byggð og búsetu í landinu.

Nánar á heimasíðu Byggðastofnunar.

Fleiri fréttir