Eflum byggð í Húnaþingi vestra

Farskólinn mun á næstunni skipuleggja og bjóða upp á verkefnið Eflum byggð í Húnaþingi vestra. Á fundi sveitastjórnar Húnaþings á dögunum lýsti stjórnin yfir ánægju með þessa ákvörðun og hvatti um leið sveitastjórnarfulltrúa og íbúa að sækja kynningarfund um verkefnið sem fyrirhugaður er innan tíðar.

Verkefnið Eflum byggð hefur áður verið unnið í Austur Húnavatnssýslu með góðum árangri.

Fleiri fréttir