Éljagangur og snjókoma
Gert er ráð fyrir vaxandi éljagangi eða snjókomu á fjallvegum vestan til á landinu og Norðurlandi ofan tvö hundruð metra hæðar. Eins hvessir með skafrenningi. Á Norðausturlandi og á Eyjafjarðarsvæðinu hlýnar hins vegar heldur og hlánar í bili. Þó er reiknað með krapa og bleytusnjó á hæstu vegum. Þetta kemur fram í ábendingum veðurfræðings Vegagerðarinnar.
Á Norðurlandi eru hálkublettir á Vatnsskarði og frá Ketilás í Siglufjörð. Snjóþekja og éljagangur á Þverárfjalli. Hálka er frá Varmahlíð og upp í Norðurárdal.