Fjár- og stóðréttir haustið 2012
Senn líður að hausti og þar með tímabil gangna og rétta að ganga í garð. Í nýjasta tölublaði Bændablaðsins hafa Bændasamtökin tekið saman og birt lista yfir helstu fjárréttir og stóðréttir á landinu fyrir komandi haust.
„Vert er að taka fram að alltaf geta slæðst villur í lista af þessu tagi. Því er þeim sem hyggjast kíkja í réttir á komandi hausti bent á að gott getur verið að hafa samband við heimamenn og fá staðfestingu á dagsetningum og tímasetningu réttanna,“ er tekið fram í samantektinni.
Hér er listi yfir fjár- og stóðréttir haustið 2012 í Húnavatnsýslum og Skagafirði (eftir stafrófsröð).
Fjárréttir haustið 2012
- Auðkúlurétt við Svínavatn, A.-Hún. föstud. 7. sept. og laugard. 8. sept.
- Árhólarétt í Unadal, Skag. laugardag 8. sept.
- Deildardalsrétt í Skagafirði laugardag 8. sept.
- Flókadalsrétt í Fljótum, Skag. sunnudag 16. sept.
- Fossárrétt í A-Hún. laugardag. 8. Sept.
- Hamarsrétt á Vatnsnesi, V.-Hún. laugardag 15. sept.
- Hlíðarrétt við Bólstaðarhlíð, A.-Hún. sunnudag 9. sept.
- Hlíðarrétt í Skagafirði sunnudag 16. sept.
- Hofsrétt í Skagafirði laugardag 15. sept.
- Holtsrétt í Fljótum, Skag. laugardag 8. sept.
- Hraunarétt í Fljótum, Skag. fimmtudag 6. sept.
- Hrútatungurétt í Hrútafirði, V.-Hún. laugardag 8. sept.
- Kleifnarétt í Fljótum, Skag. laugardag 15. sept.
- Laufskálarétt í Hjaltadal, Skagafirði sunnudag 16. sept.
- Miðfjarðarrétt í Miðfirði, V.-Hún. laugardag 8. sept.
- Mælifellsrétt í Skagafirði sunnud. 9. sept. og sunnud. 16. sept.
- Rugludalsrétt í Blöndudal, A-Hún. Ekki ljóst
- Sauðárkróksrétt, Skagafirði laugardag 8. sept.
- Selárrétt á Skaga, Skag. laugardag 8. sept.
- Silfrastaðarétt í Blönduhlíð, Skag. mánudag 17. sept.
- Skarðarétt í Gönguskörðum, Skag. laugardag 8. sept.
- Skrapatungurétt í Vindhælishr., A.-Hún. sunnudag 9. sept.
- Staðarrétt í Skagafirði sunnudag 9. sept.
- Stafnsrétt í Svartárdal, A.-Hún. laugardag 8. sept.
- Stíflurétt í Fljótum, Skag. föstudag 7. sept.
- Undirfellsrétt í Vatnsdal, A.-Hún.föstudag 7. sept. og laugardag 18. sept.
- Valdarásrétt í Fitjárdal, V.-Hún. föstudag 7. sept.
- Víðidalstungurétt í Víðidal, V.-Hún. laugardag 8. sept.
- Þverárrétt í Vesturhópi, V.-Hún. laugardag 15. sept.
Stóðréttir haustið 2012
- Miðfjarðarrétt í Miðfirði, V. - Hún. laugardag 1. sept. kl. 9
- Skarðarétt í Gönguskörðum, Skag. laugardag 15. sept.
- Staðarrétt í Skagafirði. laugardag 15. sept.
- Skrapatungurétt í A.-Hún. sunnudag 16. sept. kl. 11
- Silfrastaðarétt í Blönduhlíð, Skag. sunnudag 16. Sept.
- Hlíðarrétt við Bólstaðarhlíð, A.-Hún. Ekki ljóst
- Deildardalsrétt í Skagafirði sunnudag 30. sept.
- Árhólarétt í Unadal, Skag. Ekki ljóst
- Auðkúlurétt við Svínavatn, A.-Hún. Ekki ljóst
- Laufskálarétt í Hjaltadal, Skag. laugardag 29. sept.
- Undirfellsrétt í Vatnsdal, A.-Hún. Ekki ljóst
- Þverárrétt í Vesturhópi, V.-Hún. laugardag 29. sept. um kl. 13
- Flókadalsrétt, Fljótum, Skag. laugardag 6. okt
- Víðidalstungurétt í Víðidal, V.-Hún. laugardag 6. okt. kl. 10