Fjárhagsáætlun 2012, -14 fyrir sveitarsjóð Húnaþings vestra lögð fram
Fyrri umræða fjárhagsáætlunar fyrir sveitarsjóð Húnaþings vestra 2012, 2013 og 2014 og fyrirtæki þess fór fram á fundi sveitarstjórnar fyrir helgi þar sem helstu forsendur áætlunarinnar voru kynntar.
Fulltrúar B listans lögðu fram bókun þar sem spurt var um áætlaðar framkvæmdir og var hún á þessa leið: „Þar sem framlögð þriggja ára áætlun nær út kjörtímabilið og ekki liggur fyrir stefnuskrá meirihlutans er óskað eftir svörum við eftirtöldum spurningum um framkvæmdir á kjörtímabilinu.
- 1. Er gert ráð fyrir að byggja líkamsræktarsal við Íþróttamiðstöðina ?
- 2. Er gert ráð fyrir fjármagni til að byrja á uppbyggingu golfvallar ?
- 3. Er gert ráð fyrir sérmerktum, fjármunum til að leita eftir starfsemi í húsnæði skólans á
- Laugarbakka ?
- 4. Hvaða framkvæmdir eru áætlaðar á tímabilinu?“
Samþykkt var að vísa áætluninni til síðari umræðu í sveitarstjórn.