Flottar í Flóðvangi

Konur í Soroptimistaklúbbnum við Húnaflóa standa fyrir Sælu- og slökunarhelgi dagana 2. – 4. nóvember. „Konur, hér er tilvalið tækifæri til að endurnæra ykkur í frábærum félagsskap; Jóga, Zumba, gönguferðir, hugleiðsla, slökun með prjónana, góða bók...,“ segir í fréttatilkynningu frá klúbbnum.

Samkvæmt tilkynningunni verður gisting í tveggja manna herberjum, frábær matur – og engin þrif. Fyrstar koma, fyrstar fá!

Verð fyrir alla helgina er 27.000 kr. Innifalið er gisting, matur og öll afþreying. Allur ágóði mun renna til verkefna sem Soroptimistakonur hafa fyrr höndum.

Skráning og nánari upplýsingar á vidhunafloa@gmail.com og hjá Berglindi (863-6037) og Líney (860-2053).

Fleiri fréttir