Flugfákur á ferð í blíðunni

„Á meðan sífellt heyrist í veðurfréttum um ófærð víða á landinu, ófærir fjallvegir og hríðar m.a. á Norðurlandi og Þröskuldum, þá er búið að vera frá áramótum einmuna blíða hér í Húnaþingi vestra,“ segir í frétt á vefnum Norðanátt í fyrradag.

Sömu sögu má raunar segja um Sauðárkrók, eins og Berglind ritstjóri Feykis kemur inn á í leiðara sínum í Feyki sem út kemur á morgun.

Eins sést á meðfylgjandi mynd nýta menn sér blíðuna til heimsókna og það á milli landshluta. Ljósmyndari Norðanáttar rakst á flugfák sem lent hafði á "stærsta flugvelli í Evrópu", eins og bændurnir á Leysingjastöðum í Þingi tóku til orða. Ferðafélagarnir að sunnan nýttu blíðviðrið til að skjótast í kaffi norðan heiða.

Fleiri fréttir