Flutningabíll lenti utan vegar á Holtavörðuheiði

Í fyrrinótt var óskað eftir aðstoð Björgunarsveitarinnar Húna á Hvammstanga eftir að flutningabíll lenti utan vegar og valt á Holtvörðuheiðinni. Samkvæmt facebook síðu Húna fóru björgunarsveitarmenn á heiðina snemma í gærmorgun til að bjarga farminum og aðstoða við að koma bílnum aftur upp á veg.
„Þetta er aldrei létt að eiga við að losa þessa bíla en verkefnið gekk vel enda eru strákarnir orðnir vanir svona verkefnum,“ segir á síðunni.
Fleiri myndir má skoða á Facebook-síðu Húna en þær tóku Helgi Þór og Michael Björn.