Fóður hækkar um 5 - 10 %
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
11.02.2011
kl. 08.21
Miðvikudaginn 16. Febrúar 2011 hækkar allt tilbúið fóður hjá Fóðurblöndunni hf um 5 – 10% misjafnt eftir tegundum. Ástæða hækkunarinnar eru hækkun á verði aðfanga á erlendum mörkuðum.
Fóður og önnur aðföng til bænda hafa hækkað gríðarlega mikið á síðustu tveimur árum en sauðfjárbændur hafa meðal annars skýrt erfiða afkomu greinarinnar með hækkandi verði á bæði fóðri og áburði.