Foreldrar hvattir til að gæta unglinganna
Nú standa þorrablótin sem hæst með tilheyrandi glaum og gleði og margir sem fara og skemmta sér og öðrum. Einn fylgifiskurinn er áfengisneysla þeirra sem í gleðskapinn leita og oft er sagt að hóflega drukkið vín gleðji mannsins hjarta. Stýrihópur um forvarnir í Húnaþingi vestra vill hvetja fólk til þess að fara varlega.
Stýrihópurinn biðlar til fólks að taka meðvitaða ákvörðum um það hvort unglingurinn á heimilinu fái að fara á þorrablót og hvernig á að gæta þess að hann neyti ekki áfengis eða annarra vímuefna ef hann fæar að fara fer.
Þó að aldurstakmark fyrir þorrablót sé oftast miðað við 16 ára megum við ekki gleyma, að ábyrgð foreldra/forráðamanna nær til 18 ára aldurs barna og aldurstakmark áfengisneyslu er 20 ára! Hvert ár sem unglingur bíður með að smakka áfengi skiptir miklu máli þegar horft er til alvarlegra afleiðinga áfengisneyslu! Munum að það er okkar að hugsa um heilsu og framtíð einstaklinga sem eru í okkar umsjá, segir í tilkynningu frá stýrihópnum.