Framboðsfrestur í forvali Samfylkingarinnar rennur út á föstudag
Kjördæmisráð Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi efnir til flokksvals um sæti á framboðslista flokksins í kjördæminu vegna komandi alþingiskosninga. Um póstkosningu flokksfélaga er að ræða og fer hún fram 12.-19. nóvember. Fjögur efstu sætin eru bindandi, jafnræðis kynja er gætt með fléttulista.
Framboðsfrestur í flokksvalinu rennur út á hádegi föstudaginn 19. október 2012. Þátttökugjald í flokksvalinu er kr. 40.000 en 20.000 fyrir námsmenn. Þeir sem hafa áhuga á framboði snúi sér til Júlíusar Más Þórarinssonar formanns kjörstjórnar, julius.mar@internet.is eða í síma 862 1894.