feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir, Lokað efni 13.01.2026
kl. 23.36 oli@feykir.is
Stólastúlkur heimsóttu Meistaravelli KR-inga í kvöld í Bónus deildinni. Liðin mættust síðastliðinn laugardag á Króknum í VÍS bikarnum og þá hafði lið Tindastóls betur í leik þar sem þær höfðu yfirhöndina nánast allan tímann en unnu nauman sigur í lokin. Að þessu sinni voru KR-ingar mun grimmari og gáfu liði Tindastóls engin grið. Lokatölur 82-64.
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir, Lokað efni 13.01.2026
kl. 21.35 oli@feykir.is
Nú í kvöld gaf knattspyrnudeild Tindastóls út yfirlýsingu þar sem segir að fimm heimamenn leikmannahópi meistaraflokks karla hafi skrifað undir tveggja ára samning við félagið. Sannarlega góðar fréttir og ánægjulegt að góður kjarni heimamanna haldi tryggð við sitt uppeldisfélag sem er nú ekki gefið á þessum síðustu.
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla, Lokað efni 13.01.2026
kl. 20.51 oli@feykir.is
Nautgripabóndi sem hlaut sex mánaða skilorðsbundinn fangelsisdóm fyrir að vanrækja dýr sín var í miklu andlegu ójafnvægi þegar brotin áttu sér stað. Eftirlitsmenn Matvælastofnunar fundu 29 dauða nautgripi í gripahúsi á bæ bóndans árið 2024. Stofnunin lét aflífa eða slátra 49 gripum til viðbótar vegna slæms ástands þeirra. Í frétt á Vísi.is segir að dómur yfir bóndanum hafi fallið í nóvember.
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir, Lokað efni 13.01.2026
kl. 09.55 oli@feykir.is
Leik var haldið áfram í Kjarnafæðimótinu í knattspyrnu um helgina en á föstudagskvöldið mættust lið Tindastóls og KA3 í B-deildinni og var spilað í Boganum. Akureyringar misstu mann af velli með rautt spjald snemma leiks og þrátt fyrir góða baráttu þeirra gulu og bláu þá tóku Stólarnir völdin og unnu að lokum góðan 6-1 sigur.
Það hefur verið leiðinlegt vetrarveður í Skagafirði síðasta sólarhringinn og þar er nú éljagangur eða skafrenningur víðast hvar. Ekki var gefin út gul veðurviðvörun, það Feykir best veit, fyrir Strandir og Norðurland vestra og það er nú örugglega eitthvað sem í það minnsta Skagfirðingar geta klórað sér í kollinum yfir í dag. Verið er að moka göturnar á Króknum en þar var erfið færð í morgun, rösk norðanátt og éljagangur og þrengri götur fullar af snjó þannig að reyndir ökuþórar sátu fastir.
Ég hef í þessum áramótapistlum mínum síðustu árin reynt að varðveita hátíðarskapið og meta stöðuna og framtíðarhorfur hverju sinni af yfirvegun gagnvart því sem hvorki við í FISK Seafood né þjóðin öll höfum nokkra stjórn á. Á meðal þess er margt sem skiptir afkomu hvers árs miklu máli; veðurfar og gæftir, verð á erlendum mörkuðum, heimsmarkaðsverð á olíu, breytingar í neyslumynstri fólks á okkar stærstu markaðssvæðum o.s.frv.
Eftir töluverða yfirlegu og fjölmargar áskoranir hefur Stefán Vagn Stefánsson þingmaður Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi tekið ákvörðun um að bjóða sig fram til varaformanns Framsóknarflokksins á komandi flokksþingi.
Briet leigufélag og Flúðabakki ehf. skrifuðu í dag undir kaupsamning um kaup Bríetar á 6 íbúðum við Flúðabakka 5 af Flúðabakka ehf. Iða Marsibil Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Bríetar segir kaupin vera hluta af uppbyggingu og styrkingu leigumarkaðar og falli að markmiðum Bríetar að stuðla að nýsköpun og uppbyggingu þar sem þörf er á því á landsbyggðinni.
Herra Hundfúll fylgdist með keppni í Skólahreysti með öðru auganu nú á laugardaginn. Hann gladdist talsvert yfir gengi skólanna á Norðurlandi vestra. Varmhlíðingar voru sendir upp á svið til að taka við verðlaunum fyrir þriðja sætið en nemendur Grunnskóla Húnaþings vestra enduðu í fjórða sæti en með jafnmörg stig og Varmahlíðarskóli. En svo var farið að reikna ... aftur...
Í þessari jólaútgáfu af Tón-lystinni er það brottfluttur Skagfirðingur, Hildur Eir Bolladóttir, sóknarprestur við Akureyrarkirkju, sem situr fyrir svörum. Hildur Eir, fædd 1978, ólst upp í Laufási við Eyjafjörð til 13 ára aldurs en bjó á Hólum í Hjaltadal þangað til hún fór 16 ára gömul í Menntaskólann á Akureyri. Hildur Eir lærði á fiðlu, orgel og gítar sem barn, lengst þó á fiðlu, en um helstu tónlistarafrek sín segir hún: -Það var visst afrek að hafa ekki gert fjölskyldu mína vitstola af fiðluleiknum en annars er nýjasta tónlistarafrekið það að hafa stofnað prestatríó með séra Oddi Bjarna og séra Hannesi Blandon, við tróðum upp á Handverkshátíðinni á Hrafnagili í ágúst síðastliðnum.