Góðar líkur á dreifnámi í Húnaþingi vestra
Góðar líkur eru á því að verði af dreifnámi í Húnaþingi vestra, samkvæmt Leó Erni Þorleifssyni oddvita sveitarstjórnar Húnaþings vestra, en tólf aðilar skráðu sig í forskráningu sem hófst þann 12. mars sl.
Námið er opið öllum sem hafa lokið grunnskóla óháð aldri og fer kennsla fram í fjarfundabúnaði í Félagsheimilinu á Hvammstanga.