Grunnskóli Húnaþings vestra leitar að lestrarömmum og lestraröfum

Lestrarömmur og lestrarafar hafa öðlast auknar vinsældir í skólum landsins enda afar góð leið til að yngsta og elsta kynslóðin geti átt saman góðar stundir og unnið að sameiginlegu verkefni. Verkefnið er fólgið í því að „ömmur“ og/eða „afar“ koma í skólana og láta börn lesa fyrir sig.

Grunnskóli Húnaþings vestra hefur nú hug á að hefja slíkt verkefni og auglýsir á vef sínum eftir áhugasömu fólki sem hefur lausa stund, klukkutíma eða meira á viku, til að ganga til liðs við sig. Tekið er fram að viðkomandi þurfa að sjálfsögðu ekki að vera eiginlegir afar eða ömmur.

Þeir sem hafa áhuga eru beðnir að hafa samband við Helgu, ritara skólans, í síma 455-2900 eða senda tölvupóst á grunnskoli@hunathing.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir