Gul veðurviðvörun fyrir mánudaginn

Veðrið um hádegi á morgun, mánudag, samkvæmt spá Veðurstofunnar. SKJÁMYND
Veðrið um hádegi á morgun, mánudag, samkvæmt spá Veðurstofunnar. SKJÁMYND

Gert er ráð fyrir talsverðri rigningu vestanlands og hvassviðri eða stormi norðantil á landinu á morgun, mánudag, og hefur verið skellt í gula viðvörun vegna veðurs á Breiðafirði, Vestfjörðum, Ströndum, Norðurlandi vestra og Norðurlandi eystra. Hitinn fer í 6-7 stig í nótt, spáð er rigningu á Norðurlandi vestra og hvessir talsvert þegar líður á morguninn.

Sunnan 15-23 og rigning með köflum á morgun, hiti 3 til 8 stig. Reiknað er með skaplegu veðri á þriðjudag, það kólnar og lægir og síðan halda veðursviptingarnar áfram samkvæmt spá Veðurstofunnar. Frost um 10 stig á miðvikudag, hlýnar með kvöldinu og nær um tíu stiga hita á fimmtudagskvöld með tilheyrandi sunnanátt.

Já, það er fjör!

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir