Hæfileikakeppni í Húnaveri
Hússtjórn Húnavers hefur auglýst eftir hæfileikaríkum einstaklingum eða hópum á öllum aldri til að taka þátt í hæfileikakeppni sem áformað er að halda á menningarsamkomu í Húnaveri þann 29. mars næstkomandi, ef næg þátttaka næst.
Áhugasamir eru beðnir um að láta vita um þátttöku í síðasta lagi í dag, 28. febrúar, á netfangið audolfur1@gmail.com.