Handverksfólk! Vantar ykkur ráðgjöf?

Sunneva Hafsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Handverks og hönnunar, verður til viðtals og ráðgjafar 1. og 2. nóvember næstkomandi á Norðurlandi vestra. 

Handverksfólk getur komið og rætt við Sunnevu um gæðamál, verðlagningu, vöruframboð, hvaða vörur á að leggja áherslu á o.s.frv. Fullum trúnaði er heitið. Panta þarf tíma fyrirfram. Hvert viðtal er um 30 mín. Ráðgjöfin er ókeypis.

Áætlaðir viðtalstímar:

Föstudagur 1. nóv.

-          11.00-14.00 - Hvammstangi/Laugarbakki

-          16.00-20.00 - Varmahlíð

Laugardagur 2. nóv.

-          09.00-12.00 - Blönduós

(Tímasetningar geta þó breyst - fer allt eftir fjölda þeirra sem panta viðtöl á hverjum stað)

Viðtalsbeiðnir sendist á menning@ssnv.is í síðasta lagi miðvikudaginn 30. okt. nk.

Handverk og hönnun

Menningarráð Norðurlands vestra

Fleiri fréttir