Háskólinn á Hólum með brautskráningu að hausti

Útskriftarnemar og kennarar. Mynd: Guðmundur B. Eyþórsson.
Útskriftarnemar og kennarar. Mynd: Guðmundur B. Eyþórsson.

Föstudaginn 5, október sl. hlutu  tíu manns diplómugráðu frá Háskólanum á Hólum, af þremur mismunandi námsleiðum. Frá Ferðamáladeild brautskráðust fjórir með diplómu í viðburðastjórnun og tveir með diplómu í ferðamálafræði. Fjórir bættust í hóp diplómuhafa í fiskeldisfræði, frá Fiskeldis- og fiskalíffræðideild.

Á heimasíðu skólans segir að athöfnin hafi farið fram heima á Hólum og hafist með ávarpi rektors, Erlu Bjarkar Örnólfsdóttur. Að því loknu tóku deildarstjórarnir, Laufey Haraldsdóttir og Bjarni Kristófer Kristjánsson við, og brautskráðu sína nemendur.

Við þetta tækifæri var Sigríði Bjarnadóttur veitt viðurkenning fyrir framúrskarandi árangur í diplómunámi í ferðamálafræði.

Sjá nánar á Hólar.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir